Keppir kona í formúlu-1 á næsta ári?

Danica Patrick er á óskalista USF! sem ökuþór í formúlu-1.
Danica Patrick er á óskalista USF! sem ökuþór í formúlu-1.

Nýja bandaríska liðið sem samþykkt hefur verið sem keppnislið í formúlu-1 á næsta ári, USF1, mun hugsanlega tefla fram konu sem ökumanni.

Þar er um að ræða Danicu Patrick sem keppt hefur með ágætum árangri í systurkeppni formúlunnar í Bandaríkjunum, IndyCar.

Reyndar stendur Patrick sig svo vel þar, að hún er besti bandaríski ökuþórinn í IndyCar sem stendur. Aðeins erlendir ökumenn skáka henni að stigum. Annar af forsprökkum USF1, Bretinn Peter Windsor, segir Patrick standa sig afburðavel og liðið hafi áhuga á henni sem ökumanni.

Danica Patrick á leið til sigurs í IRL-mótinu í Motegi.
Danica Patrick á leið til sigurs í IRL-mótinu í Motegi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert