Button vinnur einkar spennandi keppni

Button á leið til sigurs í Melbourne.
Button á leið til sigurs í Melbourne. reuters

Jenson Button á McLaren var í þessu að vinna sigur í ástralska kappakstrinum í Melbourne. Annar varð Robert Kubica og þriðji Felipe Massa hjá Ferrari. Gríðarleg keppni var allan kappaksturinn um önnur sæti en það fyrsta, þökk sé nýjum keppnisreglum og mismunandi herfræði liðanna - og rigningu í byrjun.

Button vann með þessu sinn áttunda mótssigur, en ekki leit út björgulega fyrir honum í byrjun er hann lenti í samstuði við Fernando Alonso hjá Ferrari. Féll hann niður í eitt af öftustu sætum en brá svo á það ráð að skipta langfyrstur yfir á þurrdekk. Sem á endanum færði honum fyrsta sætið. 

Kubica skipti einnig snemma á þurrdekk og sömuleiðis fleytti það honum fram á við, upp í þriðja sæti til að byrja með en er Sebasitan Vettel á Red Bull féll úr leik vegna bremsubilunar erfði Button fyrsta sætið og Kubica það annað.

Massa og liðsfélagi hans Fernando Alonso skiptu aðeins einu sinni um dekk og þegar 15 hringir voru eftir virtist það ætla að koma liðinu í koll því þeir ökumenn sem skiptu öðru sinni um þurrdekk; Lewis Hamilton hjá McLaren, Mark Webber hjá Red bull og Nico Rosberg hjá Mercedes, nálguðust óðfluga.

Voru þeir allir um hálfri annarri sekúndu og meira fljótari  með hringinn og bilið í fremstu menn minnkaði óðfluga. Þegar stjórnborð Ferrari kallaði Alonso uppi og sagði honum að Hamilton væri aðeins 1,5 sekúndu sagði heimsmeistarinn fyrrverandi: „Ég vil ekki vita það“.

Og það sem eftir var sýndi hann að enginn er fremri því Alonso á miklu verr förnum dekkjum tókst að verjast og halda Hamilton og Webber fyrir aftan sig. Á næstsíðasta hring lagði Hamilton til atlögu en komst ekki fram úr og fékk Webber aftan á sig er hann gaf sig og sneri inn í beygjuna á eftir Alonso. Snarsnúningur fylgdi og Rosberg komst fram úr en Webber þurfti að fara inn að bílskúr og fá nýjan framvæng. Atvikið kostaði báða því nokkur stig.

Bættu upp fyrir leiðindin í Barein

Stöðubarátta frá fyrsta hring einkenndi kappaksturinn í Melbourne. Og hafi mótið í Barein fyrir hálfum mánuði verið líflaust þá átti hið gagnstæða sér stað í dag. Alla hringina 58 var tekist á um sæti og mismunandi keppnisáætlanir áttu sinn þátt í því að skapa spennu, ekki síst á síðustu 20 hringjunum.

Button er orðlagður fyrir mjúka aksturstækni og fara vel með dekk. Sá kostur nýttist honum til sigurs í Melbourne. Með þessu vinnur hann sinn fyrsta sigur fyrir McLaren og er kominn í þriðja sæti í keppni ökuþóra, skaust upp fyrir Hamilton. Með fjórða sætinu í dag heldur Alonso toppsætinu, er fjórum stigum á undan Massa og sex á undan Button.

Miklar sviptingar urðu strax í ræsingunni. Vegna rigningar hófu keppendur leik á millidekkjum. Vettel hélt forystunni en Webber hrundi úr öðru sæti  en Massa skaust upp í annað sætið og Kubica það þriðja. Alonso var einnig seinn af stað og féll aftur eftir rásröðinni og í fyrstu beygju snertust bilar þeirra  Buttons og snarsnerust.

Í leiðinni rakst Alonso utan í Schumacher og braut framvæng hans svo meistarinn fyrrverandi varð að fara inn að bílskúr og fá nýja trjónu.

Michael Schumacher hjá Mercedes átti lengst af í keppni við yngri ökumenn um aftari sæti. Til að mynda átti hann í rimmu nær alla leið við Jamie alguersuari hjá Toro Rosso. Skiptust þeir á að taka hvor fram úr hinum en á endanum nýttist meistaranum gamla 15 árum meiri reynsla í formúlu-1. Hreppti hann í leiðinni10 sætið og síðasta stigið sem í boði var.

Annað mótið í röð varð Schumacher að játa sig sigraðan af liðsfélaga sínum Rosberg. 

Rubens Barrichello vann í dag fyrstu stig Williamsliðsins á árinu. Heikki Kovalainen hjá Lotus var bestur ökumanna nýju liðanna þriggja með 13. sæti. Hann var þó tveimur hringjum á eftir Button. Þá kom Hispania bíl á mark en Karun Chandhok varð fjórtándi og síðastur, tveimur hringjum á eftir Kovalainen.

Kubica kom á óvart með öflugri frammistöðu og öðru sætinu.
Kubica kom á óvart með öflugri frammistöðu og öðru sætinu. reutes
Button fagnar fyrsta sigri með McLaren. Kubica til vinstri og …
Button fagnar fyrsta sigri með McLaren. Kubica til vinstri og Massa til hægri. reuters
Button fyrstur á mark í Melbourne.
Button fyrstur á mark í Melbourne.
Alonso snarsnýst í fyrstu beygju.
Alonso snarsnýst í fyrstu beygju. reuters
Alonso að snúast eftir samstuð við Button, sem er vinstra …
Alonso að snúast eftir samstuð við Button, sem er vinstra megin við hann á myndinni. Til hægri er Schumacher að fá Alonso utan í sig. reuters
Schumacher ekur útaf og Hamilton fylgir á eftir honum.
Schumacher ekur útaf og Hamilton fylgir á eftir honum. reuter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert