Schumacher hafnaði boði Lotus

Schumacher stóðst freistinguna sem Lotus lagði fyrir hann.
Schumacher stóðst freistinguna sem Lotus lagði fyrir hann. mbl.is/afp

Michael Schumacher stóðst freistinguna og afþakkaði gott boð Lotusliðsins um að keppa fyrir það í tveimur síðustu mótum vertíðarinnar í stað Kimi Räikkönen sem gengst undir skurðaðgerð vegna meiðsla í vikunni.

Umboðsmaður Schumacher, Sabine Kehm, staðfestir við AP-fréttastofuna í kvöld, að frétt um þetta efni í blaðinu Bild sé sannleikanum samkvæm.

Kehm segir að hinn 44 ára gamli fyrrverandi heimsmeistari væri nógu líkamlega vel á sig kominn til að takast á við verkefnið, en hann væri orðin „nýju lífi of vanur“ til að láta freistast.

Schumacher dró sig út úr keppni öðru sinni við lok síðustu vertíðar. Keppti hann í þrjú ár fyrir Mercedes en hrósaði aldrei sigri með liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert