Williams í lokaklæðum

Williamsbíllinn í endanlegu útliti fyrir komandi kepepnistíð, 2014.
Williamsbíllinn í endanlegu útliti fyrir komandi kepepnistíð, 2014. mbl.is/williamsf1

Williamsliðið sýndi keppnisbíl sinn í endanlegu útliti í dag. Hefur hann verið dökkblár við bílprófanir vetrarins en er nú í lokaklæðum; hvítur með blönduðum litaborða til marks um nýjan aðal styrktaraðila, ítalska drykkjarvörufyrirtækið Martini.

Martini hefur löngum verið viðriðið formúlu-1, allt frá því á áttunda áratug nýliðinnar aldar. Studdi það ítalska liðið Tecno til keppni 1972 en vegna skorts á árangri lauk því samstarfi fyrr en til stóð.

Síðar styrkti Martini liðin Brabham (1975-77) og Lotus (1979) en síðan leið langur tími eða þar til 2006 er það var einn af smærri styrktaraðilum Ferrari.

Brasilíumaðurinn Felipe Massa, eftir átta ár í herbúðum Ferrari, mun keppa fyrir Williams í ár ásamt finnska ökumanninum Valtteri Bottas, sem nú verður á öðru ári sínu í formúlu-1.

Bottas (t.v.) og Massa á keppnisbíl sínum 2014.
Bottas (t.v.) og Massa á keppnisbíl sínum 2014. mbl.is/williamsf1
Williamsbíllinn í endanlegu útliti fyrir komandi kepepnistíð, 2014.
Williamsbíllinn í endanlegu útliti fyrir komandi kepepnistíð, 2014.
Massa og Bottas með aðalstjórnendum Williamsliðsins, Sir Frank og dóttur …
Massa og Bottas með aðalstjórnendum Williamsliðsins, Sir Frank og dóttur hans Claire Williams. mbl.is/williamsf1
Williamsbíllinn í endanlegu útliti fyrir komandi kepepnistíð, 2014.
Williamsbíllinn í endanlegu útliti fyrir komandi kepepnistíð, 2014. mbl.is/williamsf1
Felipe Massa í keppnisgalla Williamsliðsins.
Felipe Massa í keppnisgalla Williamsliðsins. mbl.is/williamsf1
Williamsbíllinn í endanlegu útliti fyrir komandi kepepnistíð, 2014.
Williamsbíllinn í endanlegu útliti fyrir komandi kepepnistíð, 2014.
Valtteri Bottas í keppnisgalla Williamsliðsins.
Valtteri Bottas í keppnisgalla Williamsliðsins.
Williamsbíllinn í endanlegu útliti fyrir komandi kepepnistíð, 2014.
Williamsbíllinn í endanlegu útliti fyrir komandi kepepnistíð, 2014.
Varaökumaðurinn Felipe Nasr í keppnisgalla Williamsliðsins.
Varaökumaðurinn Felipe Nasr í keppnisgalla Williamsliðsins.
Williamsbíllinn í endanlegu útliti fyrir komandi kepepnistíð, 2014.
Williamsbíllinn í endanlegu útliti fyrir komandi kepepnistíð, 2014. mbl.is/williamsf1
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert