Williams minnist Senna

Senna-merkið á trjónu Williamsbílsins.
Senna-merkið á trjónu Williamsbílsins.

Sérstakt merki með mynd af Ayrton Senna mun prýða Williamsbílana í ár til heiðurs minningu brasilíska ökumannsins sem beið bana fyrir 20 árum, í kappakstri á bíl frá Williams.

Senna fórst í kappakstrinum í San Marínó vorið 1994 er bíll hans flaug út úr brautinni rétt eftir upphaf kappakstursins og hafnaði á vegg. 

Það var stofnun sem við Senna er kennd sem hannaði merkið sem fyrir er komið á vinstri hlið trjónu Williamsbíla þeirra Felipe Massa og Valtteri Bottas. Undir myndinni af Senna stendur „Ayrton Senna Sempre“ sem útleggst sem „Ayrton Senna að eilífu“.

„Ég var mjög náinn Ayrton,“ segir stofnandi Williamsliðsins, Sir Frank Williams. „Nýja merkið er okkar aðferð til að hylla afrek hans og árangur sem kappakstursmanns og það frábæra starf sem stofnun hans stendur fyrir í þágu menntunarmála,“ bætir Williams við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert