Tómar þjáningar hjá Ferrari

Kimi Räikkönen (framar) á ferð í kappakstrnium í Barein.
Kimi Räikkönen (framar) á ferð í kappakstrnium í Barein. mbl.is/afp

Ferraristjórinn Luca di Montezemolo segir að þrautarganga liðsins í formúlu-1 sé „mjög sársaukafull“.

Í kappakstrinum í Barein um helgina glímdu ökumenn Ferrari við mikið og hratt dekkjaslit og hlutfallslega lélegan beinlínuhraða. Urði þeir Fernando Alonso og Kimi Räikkönen að gera sér níunda og tíunda sætið að góðu.

„Mér líkar ekki að sjá Ferrari í þessu ásigkomulagi,“ sagði di Montezemolo en lið hans féll niður í fimmta sæti í keppni bílsmiða að lokinni keppni í Barein. „Mótorsmiðir okkar þurfa að taka á honum stóra sínum og stórbæta hann.

Ég gerði mér ekki miklar væntingar hér, en átti þó von á meiru en við uppskárum. Að þurfa sjá Ferrari svona hæggengan á beinu köflunum er mjög sársaukafullt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert