Alonso bjartsýnn

Fernando Alonso slappar af í bílskúr Ferrari fyrir tímatökuna í …
Fernando Alonso slappar af í bílskúr Ferrari fyrir tímatökuna í Sjanghæ. mbl.is/afp

Fernando Alonso hjá Ferrari er bjartsýnn á að geta slegist um sæti við ökumenn Red Bull í kínverska kappakstrinum.

Alonso varð í fimmta sæti í tímatökunni og segir að ráspólshafinn Lewis Hamilton „sé úr greip sér sloppinn“. Hins vegar segist hann sig geta háð bardaga við Daniel Ricciardo og Sebastian Vettel sem urðu í öðru og þriðja sæti.

„Mér líður vel, bíllinn var betri en í Barein og uppfærslur milli móta leiddu til jákvæðrar niðurstöðu. Þetta er ekki nóg, enda bara fyrsta skref. Að hefja keppni úr fimmta sæti er ágætt. Vonandi held ég þeirri stöðu til að byrja með og kemst svo í tæri við þá fremstu.

Fyrir hálfum mánuði vorum við að berjast um níunda og tíunda sæti, sem var alls ekki nógu gott. Vonandi keppum við um betri sæti núna. Mercedesbílarnir eru ósigranlegir en vonandi verðum við í færi við Red Bull,“ segir Alonso.

Liðsfélagi hans  Kimi Räikkönen féll úr leik í annarri lotu og hefur keppni af ellefta rásstað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert