Alonso: Ferrari enn í titilslag

Fernando Alonso með Sebastian Vettel rétt á eftir sér snemma …
Fernando Alonso með Sebastian Vettel rétt á eftir sér snemma í kappakstrinum í Sjanghæ. mbl.is/afp

Fernando Alonso sagði eftir kappaksturinn í Kína að hann og Ferrari væru „enn í keppninni“ um titla formúlu-1.

Alonso varð í fimmta sæti í tímatökunni í gær en vann sig síðan fram úr ökumönnum Red Bull, Daniel Ricciardo og Sebastian Vettel og varð þriðji. Er það fyrsta pallsæti Ferrari frá í fyrra.

Með árangrinum skaust Alonso upp í þriðja sæti í keppninni um titil ökumanna og í keppni bílsmiða komst Ferrari upp fyrir McLaren í fjórða sæti, rétt á eftir Red Bull og Force India.

„Þetta var góð helgi, við bættum bílinn nokkuð og hann var samkeppnisfærari. Pallsætið var óvænt, skemmtilega óvænt.

Byrjun vertíðarinnar var ekki eins og við vildum en þegar öllu er á botninn hvolft erum við enn í keppninni,“ sagði Alonso.

Hann sagði það „algjört lán“ að geta klárað keppnina eftir samstuð við Felipe Massa hjá Williams í fyrstu beygju eftir ræsinguna. „Þetta var harður skellur, heppni að komast áfram og klára. Vonandi fáum við tafaminni start næst“.


 

Pallsæti Fernando Alonso í Sjanghæ var það fyrsta frá í …
Pallsæti Fernando Alonso í Sjanghæ var það fyrsta frá í fyrra fyrir Ferrari. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert