Rosberg fagnar „afar sérstökum“ sigri

Liðsmenn Mercedes með Dieter Zetsche forstjóra Daimler í fararbroddi fagna …
Liðsmenn Mercedes með Dieter Zetsche forstjóra Daimler í fararbroddi fagna árangrinum í Hockenheim í dag. mbl.is/afp

Nico Rosberg segir sigur í heimasigur í þýska kappakstrinum í Hockenheim hafa „einstaka“ þýðingu fyrir sig. Hann hóf keppni af ráspól og hafði mikla yfirburði og kom í mark meira en 20 sekúnudm á undan næsta manni, Valtteri Bottas hjá Williams.

Þetta var fimmti mótssigur Rosberg í ár og með honum jók hann forystu sína í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna í 14 stig, en annar er liðsfélagi hans Lewis Hamilton sem varð þriðji í dag.

„Þetta er frábær helgi, með bæði ráspól og svo sigur. Afar sérstakur dagur fyrir mig,“ sgaði Rosberg en í vikunni gekk hann upp að altarinu og landsmenn hans fögnuðu sigri í HM í knattspyrnu.

Rosberg játti að hafa fyllst áhyggjum er Adrian Sutil snarsneri bíl sínum í lokabeygju hringsins og stöðvaðist á brautinni. Óttaðist hann að öryggisbíll yrði sendur út í brautina og forysta hans þar með þurrkuð út.

„Ég varð nokkuð óttasleginn er ég sá Sutil stoppa því ég hélt öryggisbíllinn yrði kallaður út. Það hefði gert mér erfiðara fyrir.“

Nico Rosberg stökk upp á bíl sinn í sigurfögnuði.
Nico Rosberg stökk upp á bíl sinn í sigurfögnuði. mbl.is/afp
Nico Rosberg á leið til sigurs á Mercedesbílnum í þýska …
Nico Rosberg á leið til sigurs á Mercedesbílnum í þýska kappakstrinum. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert