Keppt á ný í Mexíkó

Hörð keppni í formúlu-1 í Rodriguez-brautinni í Mexíkóborg árið 1988.
Hörð keppni í formúlu-1 í Rodriguez-brautinni í Mexíkóborg árið 1988.

Viðburðafyrirtækið CIE í Mexíkó hefur undirritað samning um að standa fyrir keppni í formúlu-1 þar í landi næstu fimm árin, eða 2015 til 2019.

Kappaksturinn verður háður í Mexíkóborg en þegar áður hefur verið keppt í Mexíkó hefur mótið farið fram í Hermanos Rodriguez kappakstursbrautinni, sem CIE rekur. Undanfarið hefur brautarsvæðið verið notað til keppni í hafnabolta og til tónleikahalds.

Alls hefur Mexíkó verið vettvangur 15 kappaksturskeppna í formúlu-1 um dagana. Fyrst var keppt þar á árunum 1963 til 1970 og síðan frá 1986 til 1992. Að óbreyttu er útlit fyrir að Mexíkókappaksturinn verði tuttugasta mótið á mótaskrá næsta árs, því ekki er útlit fyrir að neinu núverandi móta verði hætt.

Síðasti formúlukappaksturinn í Rodriguez brautinni fór fram árið 1992. Miklar endurbætur þurfa eiga sér stað svo keppni í formúlu-1 geti farið þar fram á ný. Brautarhringurinn er 4,4 km og stúkur taka aðeins 32.000 manns í sæti.

Frá keppni á sportbílum í Autodromo Hermanos Rodriguez árið 2008.
Frá keppni á sportbílum í Autodromo Hermanos Rodriguez árið 2008. Ljósmynd/Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert