Brawn aftur til Ferrari?

Ross Brawn.
Ross Brawn. mbl.is/hondaf1

Ross Brawn gæti verið á leið aftur til starfa hjá Ferrariliðinu en hann var tæknistjóri þess og ein helsta driffjöður beggja vegna nýliðinna aldamóta.

Flugufregnir í þessa veru hafa fengið byr undir báða vængi á vettvangi formúlunnar og oft hafa það reynst áreiðanlegustu fréttirnar í formúlu-1; sem komið er á kreik sem orðrómi.

Hugsanlega gæti þetta þó aðeins falist í því að Brawn gerist utanaðkomandi ráðgjafi liðsins en gangi ekki til reglulegra starfa í stöðvum Ferrari í Maranello á Ítalíu.

Þá gæti slíkt lausbundið hlutverk verið fyrsta skrefið að endurkomu hans í íþróttina en Brawn verður sextugur í vetur og gæti því átt mörg starfsár framundan, kjósi hann að snúa aftur til starfa í formúlu-1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert