Alonso: „Óvænt ánægja“

Fernando Alonso, þreyttur en ánægður á öðru þrepi verðlaunapallsins í …
Fernando Alonso, þreyttur en ánægður á öðru þrepi verðlaunapallsins í Búdapest. mbl.is/afp

Fernando Alonso segir að annað sætið í ungverska kappakstrinum hafi verið „óvænt en skemmtileg ánægja“ fyrir bæði hann sjálfan og Ferrariliðið.

Barðist Alonso um sigur á lokahringjunum í Hungaroring við Daniel Ricciardo hjá Red Bull og Lewis Hamilton hjá Mercedes. 

Á endanum komst Ricciardo fram úr er aðeins tveir hringir voru eftir en Alonso tókst að halda Hamilton fyrir aftan sig og komst á verðlaunapall í fyrsta sinn frá í apríl.

„Þetta var erfið helgi og vertíðin hefur reynt á og því er þessi óvænti árangur skemmtileg ánægja,“ sagði Alonso.

„Við tókum áhættur í tilraunum okkar til að vinna sigur. Ég er ákaflega hreykinn af liðinu og því verki sem við skiluðum. Ég ér afar ánægður,“ sagði Alonso en nú fær hann fjögurra vikna frí frá akstursæfingum og keppni.

Kimi Räikkönen endaði í sjötta sæti og lagði því nokkuð af stigum í púkkið í Búdapest. Dugði það til að Ferrari komst aftur upp fyrir Williams í keppni bílsmiða.

Fernando Alonso fremstur, á undan Nico Rosberg, Daniil Kvyat og …
Fernando Alonso fremstur, á undan Nico Rosberg, Daniil Kvyat og Sebastien Vettel í Búdapest. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert