Schumacher lætur að sér kveða

Mick Schumacher á verðlaunapallinum í Aunay-les-Bois í Frakklandi.
Mick Schumacher á verðlaunapallinum í Aunay-les-Bois í Frakklandi.

Mick Schumacher, sonur hins sjöfalda fyrrverandi heimsmeistara í formúlu-1, Michaels Schumacher, varð í öðru sæti í heimsmeistarakeppninni í unglingaflokki á körtum, en keppni lauk í Frakklandi um helgina.

„Auðvitað er ég stoltur af svo góðum árangri,“ sagði hinn 15 ára gamli ökumaður. „En það er líka takmarkið að verða heimsmeistari. Þetta var aðeins byrjunin á keppnisferlinum,“ bætti hann við í samtali við franska blaðið Ouest-France.

Mick Schumacher keppti í svonefndum KF-Junior flokki. Mótið fór fram í Aunay-les-Bois í héraðinu Orne. Þar var ökumaðurinn ungi innritaður og skráður til leiks undir ættarnafni móður sinnar, Betsch, til að komast hjá athygli, sem Schumachernafnið ella hefði gert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert