Magnussen verður klár

Kevin Magnussen á ferð á McLarenbílnum í Singapúr.
Kevin Magnussen á ferð á McLarenbílnum í Singapúr. mbl.is/afp

Danski nýliðinn  Kevin Magnussen hjá McLaren er sagður verða klár til keppni í japanska kappakstrinum um aðra helgi, en hann varð að leita ásjár lækna vegna brunasára í kappakstrinum í Singapúr.

Læknar báru smyrsl á sárin sem Magnussen hlaut. Ekki hefur verið skýrt frá hvers vegna svo heitt var í stjórnklefa McLarenbílsins að ökumaðurinn brenndist.

Meiðslin háðu Magnussen seinni helming kappakstursins en þá stóð hann í harðri keppni um stigasæti. Hafnaði hann á endanum í því neðsta, eða tíunda sæti.  

„Þetta var einstaklega erfiður kappakstur. Ég veit ekki hvort þetta var einhver bilun í bílnum en sætið tók að hitna óþyrmilega og setan var því afskaplega óþægileg. Án þessa vandamáls hefði ég orðið framar, en altjent er betra að fá eitt stig en ekkert. Þetta er torsóttasta stigið á keppnisferli mínum,“ sagði Daninn ungi.

Á sjónvarpsmyndum mátti sjá hann reyna beina svölu lofti niður í bílinn með höndunum, stundum annarri stundum báðum.

Kevin Magnussen á McLarenbílnum í kappakstrinum í Singapúr.
Kevin Magnussen á McLarenbílnum í kappakstrinum í Singapúr. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert