Brabhamliðið snýr aftur

Fjórar vertíðir þreytti Brabham BT49D kepp ni í formúlu-1 og …
Fjórar vertíðir þreytti Brabham BT49D kepp ni í formúlu-1 og færði liðinu einn titil.

Hið sögufræga Brabham kappaksturslið snýr aftur til keppni á næsta ári í heimsmeistarakeppninni í þolakstri (WEC). Það er fyrsta skref í áformum þess um að snúa aftur til keppni í formúlu-1.

Fyrir liðinu fer fyrrverandi formúluökumaðurinn David Brabham, yngstur þriggja sonu hins þrefalda fyrrverandi heimsmeistara í formúlu-1, Sir Jack Brabham, sem lést fyrr á árinu á 89. aldursári.

„Ég hef alltaf viljað sjá Brabham aftur í formúlu-1,“ hefur blaðið  The Independent eftir Brabham hinum yngri.  „Ég veit ekki hvort rétti tíminn sé núna vitandi að fjöldi liða á í miklu tilvistarbasli. En það er æðsta markmið okkar að keppa þar aftur þegar við höfum byggt upp nýtt og árangursríkt lið.“

Fyrst um sinn ætlar Brabham þó að láta sér duga að stefna LMP2 bíl fram til keppni í WEC frá og með næsta ári. Áætlanir þess gera síðan ráð fyrir því að þremur árum seinna hafi það hannað og smíðað sinn eigin LMP1-bíl, áður en hugað verður að endurkomu í formúlu-1. Undir WEC fellur m.a. sólarhringskappaksturinn í Le Mans í Frakklandi.

Brabhamliðið vann á sínum tíma tvo heimsmeistaratitla bílsmiða í formúlu-1, árin 1966 og  1967. Það landaði síðan fjórum titlum ökumanna, 1966, 1967, 1981 og 1983.

Graham Hill vann sinn síðasta mótssigur á Brabham BT34.
Graham Hill vann sinn síðasta mótssigur á Brabham BT34.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert