Prost: Bottas er afburða ökumaður

Valtteri Bottas fagnar þriðja sætinu á verðlaunapallinum í Sjotsí.
Valtteri Bottas fagnar þriðja sætinu á verðlaunapallinum í Sjotsí. mbl.is/afp

„Valtteri er hlédrægur og býr kannski ekki yfir miklum persónutöfrum, en hann er afburða ökumaður.“

Þetta sagði franski ökumaðurinn Alain Prost sem á sínum tíma var heimsmeistari ökumanna í formúlu-1 fjórum sinnum. Hann leyndi ekki aðdáun sinni á Bottas í útsendingu frá tímatökunni og síðar kappakstrinum í Sjotsí.

Hældi hann færni hans og útsjónarsemi á hvert reipi en Bottas varð í þriðja sæti í kappakstrinum. Er það í fimmta sinn á vertíðinni sem hann stendur á verðlaunapalli. Lengi vel var hann í skottinu á Lewis Hamilton en varð að gefa aðeins eftir er að dekkjaskiptum kom.

Með pallsætinu gerði Bottast sér og lítið fyrir og stökk upp í fjórða sætið í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna, skaust í einu stökki upp fyrir bæði Fernando Alonso hjá Ferrari og Sebastian Vettel hjá Red Bull.

Hefur Bottas unnið 145 stig, Vettel er með 143 og Alonso 141. Ofar eru aðeins Daniel Ricciardo hjá Red Bull með 199, Nico Rosberg hjá Mercedes með 274 og félagi hans Lewis Hamilton er efstur með 291 stig.

Valtteri Bottas (l.t.v.) leggur inn í fyrstu beygjuna eftir ræsinguna …
Valtteri Bottas (l.t.v.) leggur inn í fyrstu beygjuna eftir ræsinguna í Sjotsí. mbl.is/afp
Valtteri Bottas á leið til þriðja sætis á Williamsbílnum í …
Valtteri Bottas á leið til þriðja sætis á Williamsbílnum í Sjotsí. mbl.is/afp
Valtteri Bottas á ferð í rússneska kappakstrinum í Sjotsí.
Valtteri Bottas á ferð í rússneska kappakstrinum í Sjotsí. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert