Vettel ræsir úr bílskúrareininni

Sebastian Vettel í Sjotsí, á undan Rússanum Daniil Kvyat hjá …
Sebastian Vettel í Sjotsí, á undan Rússanum Daniil Kvyat hjá Toro Rosso sem leysa mun hann af hjá Red Bull á næsta ári. mbl.is/afp

Ljóst virðist að bandaríski kappaksturinn eftir tíu daga verður Sebastian Vettel hjá Red Bull erfiður því hann mun hefja þar keppni úr bílskúrareininni.

Vettel staðfesti við þýsku sjónvarpsstöðina RTL eftir rússneska kappaksturinn að hann væri búinn að nýta allar fimm vélarnar sem áttu að duga honum keppnistíðina út í gegn. 

„Kappaksturinn í Austin verður erfiður og við munum ekki hafa mikið að gera eftir hádegi  á laugardeginum. Ég mun líklega frekar horfa á tímatökuna en taka þátt í henni því ég þarf að brúka sjöttu vélina. Þess vegna hef ég keppni úr bílskúrareininni á sunnudeginum þar sem það er ekki til neins að slíta vélinni út til einskis í tímatökunni,“ sagði Vettel.

Miðað við að hann varð í aðeins ellefta sæti í tímatökunni í Sjotsí myndi sama frammistaða í Austin þýða aftasta sæti á rásmarki vegna sjálfvirkrar 10 sæta afturfærslu vegna vélarskiptanna.

Sebastian Vettel einbeittur á blaðamannafundi í Sjotsí.
Sebastian Vettel einbeittur á blaðamannafundi í Sjotsí. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert