Räikkönen fær nýjan bíl

Liðsmenn Ferrari ýta bíl Räikkönen inn í bílskúr í sjotsí.
Liðsmenn Ferrari ýta bíl Räikkönen inn í bílskúr í sjotsí. mbl.is/afp

Kimi Räikkönen fær alveg nýjan bíl fyrir kappaksturinn í Austin í Bandaríkjunum eftir tíu daga, að sögn ítalska tímaritsins Omnicorse.

Í tilkynningu Ferrariliðsins eftir rússneska kappaksturinn í Sjotsí þar sem hann varð aðeins níundi í mark segir Räikkönen: „(Austin) er mjög krefjandi en áhugaverð braut og ég vona að ég glími ekki við sömu vandamál þar og hér.“

Omnicorse staðhæfir að hinn rólyndi Räikkönen hafi hækkað róminn og slegið í borð liðsstjórans Marco Mattiacci í bílskúr Ferrari í Sjotsí.  „Hann gerði þeim það kýrljóst að hann leggi sig 110% fram en að honum takist samt ekki að ná því besta út úr bílnum því það sé eitthvað sem virkar ekki í honum,“ segir blaðið.

Að sögn Omnicorse féllst Mattiacci á að Räikkönen skyldi fá nýjan undirvagn fyrir bandaríska kappaksturinn.

Räikkönen í kappakstrinum í Sjotsí. Hann var óhress með Ferraribíl …
Räikkönen í kappakstrinum í Sjotsí. Hann var óhress með Ferraribíl sinn þar. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert