Lotus væntir þess að halda Grosjean

Grosjean (l.t.h.) mætir til leiks í Sjotsí.
Grosjean (l.t.h.) mætir til leiks í Sjotsí.

Lotusstjórinn Gerard Lopez segist búast við því að halda í Romain Grosjean fyrir næsta ár en franski ökumaðurinn er með lausan samning og gæti því ráðið sig annað sýnist honum svo.

Hermt er að samningaviðræður milli Grosjean og Lotusliðsins um framlengingu samnings séu langt á veg komnar og stutt í fullgerðan samning.

Eftir tvö góð ár hefur Lotusbíllinn í ár reynst gallagripur. Hefur Grosjean aðeins tvisvar náð upp á verðlaunapall í ár og aflað átta stiga. 

Vegna skorts á lausum sætum hjá fremstu liðum og þess að Lotusbílarnir verða knúnir vélum frá Mercedes á næsta ári kveðst Lopez vongóður um að Grosjean verði um kyrrt á Lotus.

„Ég geri ekki ráð fyrir breytingum,“ sagði Lopez við breska akstursíþróttaritið Autosport er hann var spurður um ökuþóraskipan liðsins á næsat ári. Staðfest var fyrir nokkru að Pastor Maldonado keppi áfram fyrir Lotus 2015.

Grosjean á ferð á Lotusbílnum.
Grosjean á ferð á Lotusbílnum. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert