Hamilton hraðskreiðastur

Lewis Hamilton (nær) og Nico Rosberg há lokaeinvígi um titil …
Lewis Hamilton (nær) og Nico Rosberg há lokaeinvígi um titil ökumanna í Abu Dhabi á sunnudag. Báðir keppa fyrir Mercedesliðið.

Lewis Hamilton hjá Mercedes ók hraðast á báðum æfingum dagsins í Abu Dhabi, en þar fer  lokamót vertíðarinnar í formúlu-1 fram á sunnudag. 

Á fyrri æfingunni munaði rösklega tíunda úr sekúndu á þeim liðsfélögunum en 83 þúsundustu á þeirri seinni, en á henni voru brautartímar rúmlega sekúndu betri en á fyrri æfingunni.

Á henni setti Fernando Alonso hjá Ferrari þriðja besta tímann en var þó hálfri annarri sekúndu lengur með hringinn en Rosberg. Sebastian Vettel hjá Red Bull setti fjórða besta tímann og liðsfélagi hans Daniel Ricciardo þann fimmta besta.

Í sætum sex til tíu urðu svo - í þessari röð - Jezn-Eric Vergne og Daniil Kvyat hjá Toro Rosso, Valtteri Bottas hjá Williams og Force Indiamennirnir Sergio Perez og Nico Hülkenberg. Kevin Magnussen hjá McLaren varð svo elefti, Kimi Räikkönen hjá Ferrari tólfti og Felipe Massa hjá Williams þrettándi.

Bottas ók aðeins átta hringi þar sem stór partur af yfirbyggingu bílsins rifnaði af og skemmdi festingar á bílgrindinni. Massa ók sömuleiðis örfáa hringi eftir að sami hliðabelgur losnaði á bíl hans.

Magnussen vermdi hins vegar þriðja sætið þegar upp var staðið á seinni æfingunni en var samt 0,7 sekúndum frá tíma Rosbergs. Vettel varð fjórði og Bottas fimmti. Sjötta til tíunda besta tíma náðu svo - í þessari röð - Ricciardo, Räikkönen, Jenson Button hjá McLaren, Kvyat og Massa. 

Button ók lítið á fyrri æfingunni vegna tæknibilana og setti þá aðeins 17. besta tímann. Alonso ók svo aðeins tvo úthringi hringi á seinni æfingunni vegna rafkerfisbilana sem ekki tókst að gera við áður en æfingunni lauk.

Tveir ökumenn þreyttu frumraun sína í formúlu-1 á fyrri æfingunni í dag; Esteban Ocon hjá Lotus og Adderly Fong hjá Sauber. Settu þeir 16. og 19. besta tíma af tuttugu.

Mercedesliðið hefur þegar fagnað titli bílsmiða en uppgjörið um titil …
Mercedesliðið hefur þegar fagnað titli bílsmiða en uppgjörið um titil ökumanna fer fram á sunnudag, milli ökumanna Mercedes.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert