Aftur skipt um Ferraristjóra

Hinn nýi liðsstjóri Maurizio Arrivabene á spjalli við formúlualráðinn Bernie …
Hinn nýi liðsstjóri Maurizio Arrivabene á spjalli við formúlualráðinn Bernie Ecclestone (t.h.) mbl.is/afp

Þriðji maðurinn er tekinn  við stjórn Ferrariliðsins á árinu, en tilkynnt var í dag, að Marco Mattiacci hefði verið leystur frá störfum eftir átta ára setu á liðsstjórastóli. Hann leysti Stefano Domenicali af hólmi í apríl.

Hinn nýi stjóri Ferrari heitir Maurizio Arrivabene en hann hefur undanfarin 15 ár starfað hjá tóbaksfyrirtækinu Philip Morris og hefur haft þar mjög að gera með samstarf við Ferrari sem verið hefur styrkþegi tóbaksrisans áratugum saman.

Þá þekkir Arrivabene innviði formúlunnar því hann hefur verið fulltrúi allra styrktarfyrirtækja allra liðanna í yfirstjórn íþróttarinnar, svonefndri F1 Commission, frá  2010.


Nýi Ferraristjórinn Maurizio Arrivabene (l.t.h.) með Luca di Montezemolo og …
Nýi Ferraristjórinn Maurizio Arrivabene (l.t.h.) með Luca di Montezemolo og Fernando Alonso en tveir síðastnefndu hafa nú yfirgefið herbúðir Ferrari. mbl.is/afp
Marco Mattiachi kembdi ekki hærurnar í starfi liðsstjóra Ferrari.
Marco Mattiachi kembdi ekki hærurnar í starfi liðsstjóra Ferrari. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert