Njósnaði hjá Mercedes

Ferrarinjósnarinn að störfum í Abu Dhabi.
Ferrarinjósnarinn að störfum í Abu Dhabi.

Mercedesliðið stöðvaði „njósnir“ frá einstaklingi tengdu Ferrariliðinu í Abu Dhabi.

Atvikið átti sér stað meðan á æfingum stóð í brautinni í gær, í framhaldi af lokakappakstri ársins í formúlu-1. 

Bæði ítalska íþróttadagblaðið La Gazzetta dello Sport og þýska blaðið Bild birtu mynd af ljóshærðri starfskonu Ferrari sem sögð hafa myndað bílskúr Mercedes og athafnasvæði  þess með innrauðu myndbandsupptökutæki.

Stundaði konan iðju sína úr áhorfendasvæði beint fyrir ofan bílskúr Mercedes. Segja blöðin starfsmann Mercedes hafa farið upp í stúkuna og beðið kollega sinn hjá Ferrari að hætta kvikmynduninni.

Þýska blaðið innti Ferrariliðið eftir því hvert erindið og upplagið með myndatökunni hafi verið var svarið: „ekkert sérstakt“.

Ferrarinjósnarinn að störfum fyrir ofan bílskúr Mercedes í Abu Dhabi.
Ferrarinjósnarinn að störfum fyrir ofan bílskúr Mercedes í Abu Dhabi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert