Wolff aðal reynsluökumaður Williams

Susie Wolff.
Susie Wolff. Ljósm. Wikipedia.org/RandstadCanada

Kona hefur stigið nær keppnissæti í formúlu-1 með því að Williamsliðið hefur ákveðið að skoska konan Susie Wolff verði aðal reynsluökumaður liðsins á næsta ári.

Með þessu hefur Wolff fengið stöðuhækkun en hún hefur verið einn af þróunarökumönnum Williams í þrjú ár. Verður hún aðal varaökumaður þess 2015.

Þegar er ljóst af stöðuhækkuninni að Wolff muni aka Williamsbílnum á föstudagsæfingum a.m.k. tveggja kappaksturshelga 2015 og tveimur reynsluakstursdögum að auki.

Þar fyrir utan mun hún sinna miklum reynsluakstri í bílhermi, m.a. við þróun nýrra bílhluta.

Þrátt fyrir starfið hjá Williams frá í apríl 2012 var það fyrst í sumar, á bresku kappaksturshelginni, sem hún þreytti frumraun sína í bíl liðsins. Áður hafði hún þó sinnt miklum þróunarakstri í bílhermi liðsins.

Þess má geta, að Wolff er eiginkona liðsstjóra Mercedesliðsins, Toto Wolff.

Susie Wolff (l.t.h.) með keppnismönnum Williams 2013, Pastor Maldonado (l.t.v.) …
Susie Wolff (l.t.h.) með keppnismönnum Williams 2013, Pastor Maldonado (l.t.v.) og Valtteri Bottas. Maldonado er nú hjá Lotus og í hans stað er kominn Felipe Massa til Williams. mbl.is/afp
Susie Wolff á ferð á Williamsbílnum í Silverstone.
Susie Wolff á ferð á Williamsbílnum í Silverstone. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert