Verðlaunagripir í stöðuvatni

Úr verðlaunasafni Red Bull frá því fyrir innbrotið.
Úr verðlaunasafni Red Bull frá því fyrir innbrotið.

Stór hluti af verðlaunagripum sem stolið var í innbroti í bækistöðvar Red Bull liðsins fyrir 1ö0 dögum eru aftur í höndum liðsins. Voru þau veidd upp úr stöðuvatni í grenndinni.

Innbrotsþjófarnir, sem voru sex að tölu,  stálu rúmlega 60 munum er þeir óku bifreið inn í gegnum aðalinngang byggingarinnar í Milton Keynes aðfaranótt 6. desember sl.

Um 20 gripanna reyndust í svonefndu Skeifuvatni, Horseshoe Lake, skammt frá bænum  Sandhurst í gær. Gangandi vegfarendur tóku eftir gripunum þar og tilkynntu lögreglu, sem veiddi þá upp úr vatninu. Reyndust sumar þeirra skemmdar.

„Það eru góðar fréttir að sumir gripanna eru fundnir og þökk sé lögreglunni fyrir hennar framlag. Það að þeim skyldi fleygt í vatnið og skemmdir sýnir hversu heimskulegur stuldurinn varm,“ segir liðsstjórinn Christian Horner.

Þjófarnir óku í gegnum glervegg inn í mótttökusal höfuðstöðva Red …
Þjófarnir óku í gegnum glervegg inn í mótttökusal höfuðstöðva Red Bull. © F1 Daily News and Comment from www.thejudge13.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert