Lotus reyndi við Alonso

Gerard Lopez reyndi að fá Alonso til Lotusliðsins.
Gerard Lopez reyndi að fá Alonso til Lotusliðsins. mbl.is/afp

Gerard Lopez, eigandi Lotusliðsins, hefur opinberað að hann hafi reynt að tæla Fernando Alonso til sín.

Alonso þakkaði gott boð en réði sig heldur til McLaren, sem hann keppti fyrir árið 2007.

Lopez segist myndu hafa gefið mikið fyrir að fá Alonso til Lotus, en hann keppti með forvera þess, Renault, er hann varð heimsmeistari ökumanna 2005 og 2006.

„Við lukum upp dyrum fyrir hann en það var ljóst að hugur hans stefndi í aðra átt. Við gerðum honum alvöru boð,“ segir Lopez við spænska dagblaðið El Mundo.

Lotusstjórinn kveðst vona að Alonso gangi vel hjá McLaren og að honum takist að bæta titlana tvo sem hann vann 2005 og 2006. „Það vona ég, hann verðskuldar fleiri titla vegna færni sinnar. Við verðum að bíða og sjá hvort McLaren leggur honum til bíl sem til þess dugar. Hann er lagður af stað í ævingtýri sem gæti tekið tíma að skila árangri,“ segir Lopez.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert