Óbreyttur rástími í Melbourne

Daniel Ricciardo á leið til annars sætis í heimakappakstri sínum …
Daniel Ricciardo á leið til annars sætis í heimakappakstri sínum í Melbourne í fyrra. mbl.is/afp

Ekki verður hróflað við rástíma ástralska kappakstursins í Melbourne, þrátt fyrir tilmæli Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) í þá veru. 

Framkvæmdaraðilar mótsins höfnuðu tilmælum FIA sem vill að kappakstur í mótum sem teljast fara fram í dagsbirtu hefjist að minnsta kosti fjórum klukkutímum fyrir sólsetur.

Þetta er stefna FIA í framhaldi af slysinu harða í Suzuka í Japan þar sem Jules Bianchi skall á öryggisveg. Lagði sérfræðingahópur sem rannsakaði slysið það til.

Framkvæmdastjóri kappakstursins í Melbourne segir að rástíma þar verði ekki breytt, kappaksturinn hefjist áfram klukkan 17 að staðartíma. Fyrir vikið stendur sjónvarpsútsending í Evrópu á morgunverðartíma og á hádegi í Asíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert