Bottas bjartsýnn á að keppa

Valtteri Bottas gat ekki keppt í Melbourne vegna bakverkja.
Valtteri Bottas gat ekki keppt í Melbourne vegna bakverkja. mbl.is/afp

Valtteri Bottas segist hafa „gert viðeigandi ráðstafanir“ til að geta keppt í Sepang í Malasíu komandi helgi. Vegna bakmeiðsla í tímatökum í Melbourne varð hann að slaufa ástralska kappakstrinum.

Við rannsóknir á spítala í Melbourne strax eftir tímatökuna kom í ljós smá slit í brjóski í baki. Vonaðist Bottas til að geta keppt engu að síður en féll á læknisskoðun að morgni keppnisdagsins.

Frá í Melbourne hefur Bottas dvalið í Indóesíu til meðferðar en hann þarf að gangast undir læknisskoðun hjá mótslæknum í Malasíu á fimmtudag, og standast hana, til að fá leyfi til að  keppa í Sepang.

Valtteri Bottas í Melbourne.
Valtteri Bottas í Melbourne. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert