Sir Frank hættir aldrei

Clair og Sir Frank Williams fylgjast með gangi mála á …
Clair og Sir Frank Williams fylgjast með gangi mála á mótsstað.

Claire Williams, aðstoðarliðsstjóri Williamsliðsins, segir að faðir hennar og goðsögnin Sir Frank Williams muni aldrei aldrei draga sig í hlé. 

Daginn sem hann hætti sem aðalstjórnandi muni andlitið liggja með nefið niður á skrifborði hans.

Claire, sem er 38 ára að aldri, hefur verið í forystuhlutverki innan liðsins um árabil. Hún þykir líklegri en nokkur annar til að taka að lokum við hlutverki Sir Frank sem stofnaði lið sitt fyrir tæplega hálfri öld. Hann hefur ekki látið mikla fötlun aftra sér frá störfum þótt 73 ára sé.

Samstofnandi hans, Patrick Head, hefur dregið sig í hlé vegna aldurs en Claire segir faðir sinn ekki á þeim buxum. „Hann er aðalmaðurinn, hefur alltaf verið og verður alltaf þangað til við komum að honum dag nokkurn með andlitið niður í skrifborðið,“ segir hún í viðtali við blaðið Guardian.

Sir Frank þurfti að dveljast langdvölum á sjúkrahúsi í fyrra en hefur tekið aftur til við að sækja formúlumót heim. Segir Claire eldmóð hans og ástríðu ekkert minni en áður fyrri. „Hann er á vaktinni allan sólarhringinn vikuna út í gegn. Hann dvelst lengur en við flest í vinnunni. Hann elskar það, það er ástríða hans. Hann hefur engin áform um að draga sig í hlé og fyrirtækið yrði ekki það sama án hans.“



 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert