Vettel refsað

Sebastian Vettel í bílskúrareininni eftir að hafa fallið úr leik …
Sebastian Vettel í bílskúrareininni eftir að hafa fallið úr leik í tímatökunni í Montreal. mbl.is/fp

Sebastian Vettel hjá Ferrari hefur verið færður aftur eftir rásmarkinu í Montreal um fimm sæti  fyrir að taka fram úr bíl á æfingu í gær meðan rauðum flöggum var veifað til marks um að æfingin hafi verið stöðvuð vegna óhapps.

Því til viðbótar var Vettel sviptur þremur skírteinispunktum vegna brotsins.

Tók hann fram úr Roberto Merhi hjá Manor Marussia er rauðum flöggum var veifað öðru sinni á morgunæfingunni í gær vegna óhappa.

„Ég var á eftir Manor-bílnum og vissi ekki hvað var að hjá honum. Hann fór tiltölulega hægt svo ég fór fram úr honum,“ segir Vettel. Þeir Merhi voru kallaðir fyrir eftirlitsdómara kappakstursins til að gera grein fyrir atvikinu. Niðurstaða þeirra var að refsa Vettel.

Vettel hefði að óbreyttu átt að hefja keppni af 15. rásstað þar sem hann féll úr leik í fyrstu umferð tímatökunnar vegna rafeindabilunar. Færist hann í 20. og síðasta sæti vegna framangreindrar refsingar.

Sebastian Vettel á Ferraribílnum í tímatökunni í Montreal.
Sebastian Vettel á Ferraribílnum í tímatökunni í Montreal. mbl.is/afp
Sebastian Vettel á Ferraribílnum í tímatökunni í Montreal.
Sebastian Vettel á Ferraribílnum í tímatökunni í Montreal. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert