Tveir sigrar takmark Ferrari

Sebastian Vettel á ferð á Ferraribíl í Montreal.
Sebastian Vettel á ferð á Ferraribíl í Montreal. mbl.is/afp

Liðsstjórinn Maurizio Arrivabene hjá Ferrari segir ekkert muni breyta því takmarki liðsins að vinna tvö mót í ár, allt annað væri uppgjöf. Sagði hann árangur undir pari í Montreal um liðna helgi engu breyta í því efni.

Ferrari vann engan kappakstur í fyrra en komst upp á efsta þrep verðlaunapallsins með sigri Sebastian Vettel í öðru móti ársins í ár, í Malasíu. Keppnisvélar bílanna voru uppfærðar fyrir kappaksturinn í Montreal í þeim tilgangi að minnka bilið í hina drottnandi bíla Mercedes en allt kom fyrir ekki; Kimi Räikkönen og Vettel höfnuðu í fjórða og fimmta sæti eftir all vandræðalega helgi.

„Nei, alls ekki. Ef ég breyti markmiðunum væri ég að segja „ég gefst upp“ og slíkt gerum við ekki, við gefumst ekki upp,“ sagði Arrivabene spurður hvort árangurinn í Montreal yrði til þess að árangursmarkmiðin yrðu endurskoðuð.

Hann sagði að Ferrarimenn þyrftu af auðmýkt að játa einfaldlega, að Mercedesliðið væri öflugara. 


 

Sebastian Vettel á ferð á Ferraribíl í Montreal.
Sebastian Vettel á ferð á Ferraribíl í Montreal. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert