Piquet meistari í raf-formúlunni

Nelson Piquet fremstur í fylkingu í kappakstrinum í rafformúlunni Battersea …
Nelson Piquet fremstur í fylkingu í kappakstrinum í rafformúlunni Battersea garðinum í London á sunnudag. mbl.is/afp

Nelson Piquet yngri er fyrsti heimsmeistari í rafbílaformúlunni, Formula E, en síðasta mót fyrstu keppnistíðarinnar fór fram í London um nýliðna helgi. Hörð var titilkeppnin því annar og aðeins einu stigi á eftir varð Sebastien Buemi.

Piquet og Buemi eru báðir fyrrverandi ökumenn úr formúlu-1 og það eru reyndar margir aðrir ökumenn nýju formúlunnar. Fyrir lokamótið var Piquet fimm stigum á undan Buemi en þar sem hann klúðraði tímatöku og þurfti að hefja keppni í 16. sæti virtist lengi sem Buemi ætlaði að hreppa titilinn því hann hóf keppni tíu sætum framar, í sjötta sæti.

Kappaksturinn þróaðist hins vegar Piquet í hag og vann hann titilinn sem fyrr segir, varð sjöundi í mark en Buemi fimmti. Fyrstur yfir marklínuna ók franski ökumaðurinn Stephane Sarazzin, einnig úr formúlu-1. Hann rann síðustu metrana rafmagnslaus og var fyrir það dæmdur til tímarefsingar og sigurinn þannig hafður af honum.

Nelson Piquet fagnar titlinum í rafformúlunni í Lopndon sl. sunnudag.
Nelson Piquet fagnar titlinum í rafformúlunni í Lopndon sl. sunnudag. mbl.is/afp
Nelson Piquet á ferð í lokamótinu í London.
Nelson Piquet á ferð í lokamótinu í London. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert