Formúla 1 á rangri braut

Max Mosley fyrrum forseti Alþjóðaakstursíþróttasambandsins.
Max Mosley fyrrum forseti Alþjóðaakstursíþróttasambandsins. mbl.is / AFP

Max Mosley fyrrum forseti Alþjóðaakstursíþróttasambandsins segir Formúlu 1 keppnina vera á rangri braut og á að keppnin gæti lent í vandræðum ef hún breytir ekki um stefnu. Mosley segir í pistli sínum á Daily Telagraph að aðstandendur Formúlu 1 keppninnar verði að draga úr kostnaði við keppnina ef ekki á illa að fara.

„Það er enginn vafi á því að ef að Formúla 1 breytir ekki stefnu sinni þá lendir keppnin í miklum vandræðum. Framtíð sex af þeim tíu félögum sem taka þátt í keppninni þessa stundina er óljós. Kostnaður er allt of mikill og allt of mikið  umstang í kringum keppnina. Þetta leiðir til þess að það er ekki nægileg samkeppni milli liða og kappaksturinn sjálfur verður leiðinlegur.“

Mosley telur að fyrrgreindur vandi keppninnar geti haft áhrif á sölu CVC Capital Partners á eignarhaldi sínu á nýtingarétti keppninnar. Fregnir herma að RSE Ventures eigendur NFL liðsins Miami Dolphins og eignarhaldsfélag frá Katar hafi áhuga á að kaupa 35.5% hlut CVC Capital Partners í Formúlu keppninni í samningi væri 7-8 milljarða dollara.

„Þegar áhorfendur hætta að mæta er keppnin ekki lengur verðmæt fyrir eigendurna. Að sama skapi minnkar verðmæti keppninnar ef sjónvarpsáhorf dregst saman. Ef áhuginn á keppninni verður minni neyðist Bernie Ecclestone til þess að spenna bogann lægra í samningaviðræðum sínum um útsendingarétt á keppninni. Það mun svo hafa á aðra þætti keppninnar og leiða til þess að keppnin missir aðdráttarafl sitt.“

„Það verður einnig erfitt fyrir meirihlutaeigendurna CVC Capital Partners að losa sig við keppnina ef að Formúlu 1 keppnin leiðist inn á þá braut sem að hún stefnir í.“

Mosley var ötull fylgismaður þess þegar hann var forseti Alþjóðaakstursíþróttasambandsins að draga úr kostnaði við Formúlu 1 keppnina hefur sínar hugmyndir um það hvernig draga megi úr kostnaði við keppnina. 

„Ég myndi veita liðunum meira tæknilegt frelsi með þeim skilyrðum að þak verði á tæknilegum kostnaði sem myndi hljóða upp á 60 milljónir punda.“

Mosley telur einnig að gera verði róttækar breytingar á því hvernig framkvæmdin er varðandi reglubreytingar í íþróttinni. Núverandi fyrirkomulag er þannig að sá hópur sem sér um að hanna nýjar reglur eru forsvarsmenn sex efstu liðanna, eigendur auglýsingaréttar keppninnar og núverandi forseti Alþjóðaakstursíþróttasambandsins Jean Todt. 

„Besta lausnin um nýtt fyrirkomulag við reglubreytingar sem að mér hefur borist til eyrna er sú leggja niður þann hóp sem nú vílar og dílar um reglubreytingar og þrír óháðir ráðgjafar, það er aðilar sem þekkja keppina út og inn en eru ekki beinir þátttakendur að keppninni komi saman og semji reglurnar og breyti þeim svo.“

Mosley lagði til Ross Brawn fyrrverandi keppnisstjóra Honda og Mercedes og Charlie Whiting fyrrum stjórnandi kappaksturskeppnanna í Formúlu 1 og Peter Wright sem veitti Öryggisráði Alþjóðaakstursíþróttasambandsins áður forstöðu sem tilvalda ráðgjafa í ráð um reglubreytingar í Formúlu 1.     

Mosley var áður náinn samstarfsmaður Bernie Ecclestone og forseti Alþjóðaakstursíþróttasambandsins allt til ársins 2009 þegar vandamál í einkalífi Mosley urðu til þess að hann þurfti að segja af sér forseti Alþjóðaakstursíþróttasambandsins og hætta afskiptum sínum af Formúlu 1 keppninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert