Vítur fyrir að breiða yfir bílinn

Ekkert amaði að bíl Nico Rosberg á seinni æfingu dagsins …
Ekkert amaði að bíl Nico Rosberg á seinni æfingu dagsins í Silverstone. mbl.is/

Mercedesliðið hefur sloppið við alvarlega refsingu en verið vítt fyrir að breiða yfir bíl Nico Rosberg er hann staðnæmdist í Silverstonebrautinni á æfingu í morgun.

Dómararnir kusu að horfa í gegnum fingur sér og víta Mercedes en sleppa liðinu við harðari refsingu.

Rosberg varð að leggja bílnum vegna bilunar íæ vökvakerfi og var hann hífður upp á vörubílspall og fluttur þannig heim í bílskúr. Vélvirkjar breiddu strax yfir hann þar sem hann stoppaði og sviptu hann ekki hulunni fyrr en kominn var inn í skúr.

Tæknifulltrúi Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA), Jo Bauer, vísaði málinu til eftirlitsdómara kappakstursins og hélt því fram að um brot á keppnisreglum hafi verið að ræða en þær kveða á um að ekki megi fela keppnisbíla undir yfirbreiðslum á mótsstað.

Eftir yfirlegu ákváðu eftirlitsdómararnir - þeirra á meðal er heimsmeistarinn fyrrverandi, Nigel Mansell, að veita Mercedes áminningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert