Wolff heldur í vonina

Skoski ökumaðurinn Susie Wolff er þróunarökumaður hjá Williams.
Skoski ökumaðurinn Susie Wolff er þróunarökumaður hjá Williams. mbl.is/afp

Hin skoska Susie Wolff, þróunarökumaður Williamsliðsins, segist ekki hafa gefið upp von um að komast að sem keppnisökumaður hjá formúlu-1 liði.

Wolff ók Williamsbílnum á föstudagsæfingunni í Silverstone í nýliðinni viku. Setti hún 13. besta tímann af 20 ökumönnum og var aðeins 0,773 sekúndur lengur með hringinn en reynsluboltinn Felipe Massa.

Það sem eftir er vertíðar mun Wolff sinna þróunarakstri í bílhermi í bílsmiðju Williams í Englandi. Á þessu stigi ríkir óvissa um framtíðina en hún segist „staðráðin í að berjast“ fyrir því að komast að sem keppnismaður í formúlu-1. 

„Við skulum bíða og sjá hvað rekur á fjörur mínar, hlutirnir geta gerst mjög hratt. Ég er vissulega afar þakklát fyrir tækifærin sem mér hafa verið gefin í ár, til að sýna hvað í mér býr. Það er ekki fyrr en engir möguleikar eru lengur fyrir hendi sem ég mun leita í aðrar áttir. Eins og allir vita er formúlan harður heimur, fullt af góðum ökumönnum berjast fyrir því að komast að - og það er ég líka,“ segir Susie Wolff, sem gift er Mercedesstjóranum Toto Wolff.

Susie Wolff einbeitt á svip í Williamsbílnum í bílskúrareininni í …
Susie Wolff einbeitt á svip í Williamsbílnum í bílskúrareininni í Silverstone. mbl.is/afp
Susie Wolff á ferð á Williamsbílnum í Silverstone.
Susie Wolff á ferð á Williamsbílnum í Silverstone. mbl.is/afp
Susie Wolff ræðir við tæknimenn hjá Williams milli aksturslota í …
Susie Wolff ræðir við tæknimenn hjá Williams milli aksturslota í Silverstone. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert