Fengu ekki dekk vegna skulda

Pirelli dekk og felgur í Búdapest í dag.
Pirelli dekk og felgur í Búdapest í dag. mbl.is/afp

Minnstu munaði að Lotusliðið gæti ekki tekið þátt í æfingum gærdagsins í Búdapest þar sem það hafði ekki staðið í skilum við dekkjafyrirtækið Pirelli.

Spurðist út að Pirellil hefði ekki afhent Lotus dekk vegna skuldarinnar fyrr en rétt fyrir fyrri æfingu gærdagsins.

Liðið hefur undanfarin ár átt við þráláta fjárhagsörðugleika að stríða og nýjustu fregnir eru þær, að hugsanlega sé franski bílsmiðurinn Renault að kaupa það, en hann seldi liðið á sínum tíma frá sér.

Lotus komst einnig í fréttirnar nýlega er gírskiptingasmiðjan Xtrac krafðist þess fyrir breskum fyrirtækjadómstól, að liðið yrði tekið til gjaldþrotaskipta vegna greiðslufalls.

Þegar innan við klukkustund var í æfinguna voru engin dekk enn komin í bílskúr Lotus þar sem Pirelli beið greiðslu vangoldinnar skuldar. Hún var svo gerð upp - eða alla vega að hluta - rétt fyrir æfinguna og var því hægt að ræsa vélar keppnisbílanna á réttum tíma.

Romain Grosjean hlæjandi á blaðamannafundi í Búdapest. Væntanlega hefði honum …
Romain Grosjean hlæjandi á blaðamannafundi í Búdapest. Væntanlega hefði honum ekki verið hlátur í huga hefðu engin dekkin fengist undir Lotusbílinn hans. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert