Red Bull hugsanlega til Mercedes

Ökumenn Red Bull, Daniil Kvyat (t.v.) og Daniel Ricciardo, í …
Ökumenn Red Bull, Daniil Kvyat (t.v.) og Daniel Ricciardo, í innbyrðis návígi í Búdapest um síðustu helgi. mbl.is/afp

Mercedesliðið mun vera reiðubúið að leggja Red Bull liðinu til keppnisvélar í bíla sína á næsta ári. Ferrari mun sömuleiðis hafa látið vilja til þess í ljós.

Renault hefur um árabil lagt Red Bull til vélar en sambúð fyrirtækjanna hefur verið stirð. Það sem hindrar för til Ferrari er að þar fengi Red Bull aldrei nýjustu og bestu útgáfu Ferrarivélarinnar, heldur yrði að sætta sig við næstu útgáfu fyrir neðan.

Mercedes hefur ætíð staðhæft að öll liðin sem brúka þeirra vélar fái sömu útgáfu og sjálft keppnislið Mercedes. Möguleiki til að bæta nýju liði, Red Bull, í hóp viðskiptavina opnist með kaupum Renault á Lotusliðinu, eins og allt þykir stefna í.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert