Enginn „ísmaður“ heima við

Kimi og Minttu Virtanen á mótsstað. Svo sem sjá má …
Kimi og Minttu Virtanen á mótsstað. Svo sem sjá má er myndin tekin meðan hún gekk með son þeirra.

Kimi Räikkönen er enginn „ísmaður“ bak við luktar dyr á heimili sínu, að því er sambýliskona hans Minttu Virtanen heldur fram.

Á vettvangi formúlu-1 þykir Räikkönen tilfinningasnautt hörkutól og algengt er að rætt sé um hann se ísmann. Erfði hann eiginlega það viðurnefndi frá landa sínum Mika Häkkinen, sem á sínum tíma varð heimsmeistari tvisvar í formúlu-1.

Minttu og Räikkönen eignuðust sitt fyrsta barn , Robin, fyrr á árinu og segir flugfreyjan fyrrverandi að spúsi sinn vilji annað sem fyrst. 

„Það tók tíma að vinna traust hans,“ segir Minttu en hún prýðir forsíðu nýjasta heftis lífsstílsblaðsins Kauneus & Terveys, sem átti við hana samtal. „Kimi er mjög var um sig gagnvart fólki, hann veltir því alltaf fyrir sér hvort menn séu einlægir eða ekki.

Á endanum náðum við saman og í maí í fyrra bað hann mig að hætta störfum og flytja inn til sín í Sviss þar sem hann sagðist myndu ala mér önn.“

Minttu segir að Räikkönen hafi aldrei verið hamingjusamari en eftir að hann varð pabbi. „Fyrir Kimi er fjölskyldan í algjörum forgangi. Í vinnunni gæti hann virst hörkutól og síngráðugur en heim við er hann allt önnur persóna, hlýr og yndislegur. 

Hann vill eignast fleiri börn. Fengi hann einhverju um það áorkað kæmi annað þegar í stað,“ segir barnsmóðir Räikkönen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert