Räikkönen ráðinn 2016

Kimi Räikkönen á blaðamannafundi í Spa-Francorchamps en um helgina fer …
Kimi Räikkönen á blaðamannafundi í Spa-Francorchamps en um helgina fer þar næsti formúlukappakstur fram. mbl.is/afp

Kimi Räikkönen keyrir fyrir Ferrari á næsta ári. Liðið hefur nýtt sér ákvæði í samningi hans og ákveðið að framlengja veru hans í Maranello um ár.

Með þessu hefur Ferrari og bundið enda á þrálátar vangaveltur um hver muni keppa við hlið Sebastians Vettel á næsta ári.

Räikkönen keppti fyrir Ferrari 2007 til 2009 og varð heimsmeistari ökumanna á fyrsta ári hjá liðinu. Þangað kom hann að nýju 2014 eftir keppni í HM í ralli og síðar með Lotusliðinu í formúlu-1 2012 og 2013.



 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert