Ferrari baðst afsökunar

Vélvirkjar Ferrari ryðjast framhjá öryggisliðum eftir sigur Vettels í Singapúr.
Vélvirkjar Ferrari ryðjast framhjá öryggisliðum eftir sigur Vettels í Singapúr. mbl.is/afp

Ferrariliðið hefur orðið við kröfu æðstu stjórnenda kappakstursins í Singapúr og beðist fortakslausrar afsökunar á framferði liðsmanna sinna við verðlaunapallinn eftir keppni.

Svo æstir voru starfsmenn Ferrariliðsins að þeir ruddust gegnum öryggisgirðingar og höfðu að engu viðvaranir öryggisvarða og annarra brautarstarfsmanna um að hafa hemil á sér og ógna ekki öryggi mótsframkvæmdarinnar.

Varnarsveitirnar voru of fáliðaðar til að verjast áhlaupi nautsterkra vélvirkja Ferrari sem ruddu girðingum um koll til að komast sem næst verðlaunapallinum til að hylla sigurvegarann Sebastian Vettel og Kimi Räikkönen sem varð þriðji í mark.

Fagnaðarlætin fóru sem sagt úr böndum og eftir að hafa verið kallaðir inn á teppið vegna málsins hefur Ferrari sent skriflega afsökunarbeiðni til framkvæmdaraðila kappakstursins og annarra sem málið varðar.

Árangur Ferrari á kappakstursbrautinni í Singapúr var sá besti á árinu.

Sebastian Vettel fagnar sigri í Singapúr með liðsmönnum sínum áður …
Sebastian Vettel fagnar sigri í Singapúr með liðsmönnum sínum áður en fagnaðarlætin fóru úr böndum. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert