Ferrari lærði lexíu

Maurizio Arrivabene á rásmarkinu í Circuit of The Americas í …
Maurizio Arrivabene á rásmarkinu í Circuit of The Americas í Austin, rétt fyrir upphaf bandaríska kappakstursins. mbl.is/afp

Maurizio Arrivabene segir Ferrari hafa lært „góða lexíu“ fyrir næsta ár í Mexíkókappakstrinum en bílar liðsins féllu báðir úr leik.

Ferrari vonast til að vera nær Mercedesliðinu á næsta ári en brottfall Kimi Räikkönen og
Sebastians Vettel er áminning um að það geti reynst erfitt. Fara þarf aftur til ástralska kappakstursins 2006 til að finna hvorugan Ferrarifákinn á úrslitablaði formúlunnar.

„Á vertíðinni til þessa höfum við farið með himinskautum á tímum en á sunnudag lutum við í gras og skröpuðum botninn. Það var góð lexía fyrir okkur öll sem undirbýr okkur og liðskarakterinn fyrir næsta ár.

Ég vil hvorki skella skuldinni á Kimi né Seb. Við þurfum ekki að færa fram neinar afsakanir, heldur ekki þeir. Við erum lið,“ segir Arrivabene.

Þrátt fyrir allt segir hann ýmislegt jákvætt hafa komið út úr helginni í Mexíkó. „Á laugardeginum urðum við vitni að því hvernig lið þetta getur brugðist við vandamálum, hafandi þurft að skipta bæði um vél og gírkassa [í bíl Räikkönen] á nær engum tíma. Á sunnudag var keppnishraði okkar afar góður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert