Massa strikaður út

Annað afturdekkið var of heitt undir Williamsbíl Felipe Massa.
Annað afturdekkið var of heitt undir Williamsbíl Felipe Massa. mbl.is/afp

Felipe Massa hjá Williams  hefur verið strikaður út úr úrslitum heimakappakstur hans, í Sao Paulo í Brasilíu í dag. Reyndist hiti í hægra afturdekki umfram það leyfilega er það var skoðað á rásmarkinu rétt fyrir keppni. 

Mælingin átti sér stað þegar fimm mínútur voru í ræsingu og reyndist hiti dekksólans 137°C. Mun það vera 27 gráðum umfram hámarkshita sem dekkjaframleiðandinn Pirelli miðar við. Leyfir hann aðeins 110°C hita.

Sömuleiðis mældist loftþrýstingur í dekkinu 20,6 pund á tommu sem er 0,1 pundi á tommu yfir lágmarksþrýstingi.

Massa lauk keppni í heimaborg sinni í áttunda sæti en var dæmdur úr leik að kappakstri loknum. Fyrir vikið færðist Romain Grosjean á Lotus upp í áttunda sætið, Max Verstappen á Toro Rosso í það níunda og Pastor Maldonado á Lotus í tíunda og síðasta stigasætið.

Líklega er óskemmtilegt að vera dæmdur úr á heimavelli vegna …
Líklega er óskemmtilegt að vera dæmdur úr á heimavelli vegna bilunar í dekkjahitara, eins og Felipe Massa upplifði í dag. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert