Rosberg sneri dæminu við

Fernando Alonso á McLarenbílnum á æfingunni í Yas Marina brautinni …
Fernando Alonso á McLarenbílnum á æfingunni í Yas Marina brautinni í Abu Dhabi í dag. mbl.is/afp

Nico Rosberg hafði betur gegn liðsfélaga sínum Lewis Hamilton á seinni æfingunni í Abu Dhabi í dag. Þriðja besta tímann setti Sergio Perez hjá Force India.

Hamilton ók hraðast á fyrri æfingu dagsins og þá varð Rosberg annar en hann sneri síðan taflinu við á seinni æfingunni.

Daniel Ricciardo hjá Red Bull átti fjórða besta hringinn þegar upp var staðið og liðsfélagi hans Daniil Kvyat þann sjötta. Milli þeirra varð Sebastian Vettel hjá Ferrari og var hann rúmlega 0,7 sekúndum lengur með hringinn en Hamilton.

Í sætum sj til tíu urðu - í þessari röð - Kimi Räikkönen hjá Ferrari, Nico Hülkenberg hjá Force India, Fernando Alonso hjá McLaren og Pastor Maldonado hjá Lotus. Sjaldgæft hefur verið að sjá Alonso í hópi fremstu 10 manna á árinu en hann var rétt tæplega sekúndu lengur með hringinn en Hamilton.

Nico Rosberg á leið út af bílskúrasvæðinu á seinni æfingu …
Nico Rosberg á leið út af bílskúrasvæðinu á seinni æfingu dagsins í Yas Marina brautinni í Abu Dhabi. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert