Rosberg tók lokaæfinguna

Köldu lofti er dælt ofan í stjórnklefa bíls Nico Rosberg …
Köldu lofti er dælt ofan í stjórnklefa bíls Nico Rosberg á æfingunni í Abu Dhabi í morgun. mbl.is/afp

Nico Rosberg hjá Mercedes hélt yfirhöndinni á liðsfélaga sinn Lewis Hamilton með því að halda toppsætinu á þriðju og síðustu æfingu helginnar í Abu Dhabi.

Þriðja besta tímann setti Sebastian Vettel hjá Ferrari en upp á milli liðsfélaganna þar á bæ komst Sergio Perez hjá Force India. Kimi Räikkönen setti sem sagt fimmta besta tímann.

Í sætum sex til tíu - í þessari röð - urðu Daniel Ricciardo á Red Bull, Nico Hülkenberg hjá Force India, Felipe Massa og Vallteri Bottas hjá Williams og Carlos Sainz á Toro Rosso, sem var innan við 0,1 sekúndu á undan Jenson Button hnjá McLaren.

Rosberg var 0,3 sekúndum fljótari með hringinn en Hamilton sem síðan var aðeins  48 þúsundustu úr sekúndu á undan Vettel.

Lewis Hamilton kemur inn að bílskúr á æfingunni í Abau …
Lewis Hamilton kemur inn að bílskúr á æfingunni í Abau Dhabi í morgun. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert