Staðfestir brottför sína

Pastor Maldonado er á útleið úr formúlu-1.
Pastor Maldonado er á útleið úr formúlu-1. mbl.is/afp

Pastor Maldonado verður ekki meðal keppenda í formúlu-1 í ár, að því er hann staðfestir sjálfur. Orðrómur hafði gengið um þetta og að í hans stað muni nýja Renaultliðið tefla fram danska ökumanninum Kevin Magnussen.

Maldonado hefur keppt fyrir Lotus undanfarin ár og þar áður fyrir Williams. Renault sagði við yfirtökuna á Lotus í haust, að hann myndi áfram keppa fyrir liðið. Vanefndir venezúelska olíufélagsins PDVSA, sem borgað hefur fúlgur fjár með Maldonado og í raun keypt sæti hans sem keppnismanns, gerðu það að verkum að samningi hans var sjálfrift. 

Miklar pólitískar og efnahagslegar breytingar í Venezúela og verðhrun á olíu hafa komið olíufélaginu í koll. Það stóð ekki skil á samningsbundnum greiðslum - og því fór sem fór.

„Af mikilli auðmýkt vil ég upplýsa ykkur að ég verð ekki á rásmarkinu á formúlutíðinni í ár,“ skrifaði Maldonado á samfélagssíðu sína í gær og staðfesti þar með brotthvarf sitt.

Keppnisbíll Renault verður afhjúpaður við athöfn í París á morgun, miðvikudag, og kemur þá í ljós endanlegahver keppir fyrir liðið í ár við hlið breska ökumannsins Jolyon Palmer.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert