Kostar milljarð á ári að halda Schumacher á lífi

Michael Schumacher lenti í skelfilegu skíðaslysi í desember 2013.
Michael Schumacher lenti í skelfilegu skíðaslysi í desember 2013. AFP

Michael Schumacher hefur legið í dái í 26 mánuði síðan hann lenti í skíðaslysi í frönsku ölpunum og skall með höfuðið á stein.

„Ég er með fréttir, og því miður eru þær ekki góðar,“ sagði Luca di Montezemolo, fyrrverandi yfirmaður hjá Formúlu-1 liðinu Ferrari, um líðan Schumachers fyrr í þessum mánuði, en neitaði að tjá sig frekar um málið.

Montezemolo er einn af fáum sem fengið hafa að heimsækja Schumacher á heimili Þjóðverjans í Sviss, en þar sjá læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir sérfræðingar um að hlúð sé sem best að þessum sjöfalda heimsmeistara í Formúlu-1.

Svissneska blaðið Bilanz greinir frá því að kostnaðurinn við að halda lífinu í Schumacher, með 15 manna teymi sérfræðinga, sé um 140.000 evrur á viku. Sú upphæð svarar til 20 milljóna króna á viku og rúmlega eins milljarðs króna á ári.

Eignir Schumachers eru hins vegar metnar á 700 milljónir evra, rúma 100 milljarða króna. Þá hafa fyrirtækin Mercedes Benz og DVAG haldið áfram að styrkja Schumacher og munu tekjur af þeim samningum fara langt með að standa straum af fyrrnefndum sjúkrakostnaði, samkvæmt Bilanz.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert