Bað Räikkönen afsökunar

Kimi Räikkönen kominn fram úr Lewis Hamilton í Sjanghæ.
Kimi Räikkönen kominn fram úr Lewis Hamilton í Sjanghæ. mbl.is/afp

Kimi Räikkönen segir að strax eftir kappaksturinn í Sjanghæ í gær hafi liðsfélaginn Sebastian Vettel komið til sín og beðist afsökunar á að aka utan í hann í fyrstu beygju eftir ræsingu.

Räikkönen og Vettel voru í þriðja og fjórða sæti á rásmarki og héldu því nokkurn vegin inn að beygjunni. Samstuðið gerði útaf við sigurmöguleika beggja vegna skemmda á bílunum. Vettel segist hafa verið að forðast ákeyrslu af hálfu Daniil Kvyat hjá Red Bull er hann rak sig inn í bíl Räikkönen.

Vettel vann sig upp á við aftur og endaði í öðru sæti. Räikkönen aftur á móti var um tíma síðastur eftir samstuðið en endaði í fimmta sæti með öflugum akstri, þar sem hann sveif mepak annars fram úr Lewis Hamilton hjá Mercedes.

„Ég hef enga hugmynd um hvað gerðist í byrjun en skyndilega var á mig ekið og ég snarsnerist,“ sagði Räikkönen. Sprakk vinstra framdekk og framvængurinn laskaðist.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert