Kvyat maður kappakstursins

Daniil Kvyat fagnar þrija sætinu á verðlaunapallinum í Sjanghæ.
Daniil Kvyat fagnar þrija sætinu á verðlaunapallinum í Sjanghæ. mbl.is/afp

Daniil Kvyat hjá Red Bull var valinn ökumaður kínverska kappakstursins fyrir djarfan sóknarakstur er skilaði honum á verðlaunapall. Komst hann í annað sinn á ferlinum á verðlaunapall með þriðja sætinu í Sjanghæ.

Kvyat vann sér ekki mikla vináttu hjá Sebastian Vettel hjá Ferrari sem kenndi Rússanum unga um samstuð Ferraribílanna með grófum akstri inn í glufu í fyrstu beygju eftir ræsingu. Ekki þótti eftirlitsdómurum ástæða til að kanna það atvik nánar og liðsstjórar Ferrari sögðust heldur ekki vilja kenna Kvyat um.

Hélt Red Bull þórinn því fram að sókn sín hafi ekkert verið gagnrýniverð þótt djörf væri. Hann hefði ekki rekist utan í bíl Vettels sem sagðist hafa sveigt undan til að forðast ákeyrslu af hálfu Kvyat.

Rússinn hafði góða ferð kappaksturinn út í gegn og á hvaða dekkjagerð sem var. Og þótt hann gæti ekki varist Vettel undir lokin og orðið að gefa annað sætið eftir vannn hann þó altjent fyrsta pallsæti Red Bull á árinu.

Kvyat stóð fyrst á palli í Búdapest í Ungverjalandi í fyrra og vann þá annað sæti.

Sebastian Vettel (t.v.) og Daniil Kvyat þráttuðu um atvikið alla …
Sebastian Vettel (t.v.) og Daniil Kvyat þráttuðu um atvikið alla leið út á verðlaunapall í Sjanghæ. mbl.is/afp
Sebastian Vettel (t.v.) og Daniil Kvyat þráttuðu um atvikið alla …
Sebastian Vettel (t.v.) og Daniil Kvyat þráttuðu um atvikið alla leið út á verðlaunapall í Sjanghæ. mbl.is/afp
Sebastian Vettel (t.v.) og Daniil Kvyat þráttuðu um atvikið alla …
Sebastian Vettel (t.v.) og Daniil Kvyat þráttuðu um atvikið alla leið út á verðlaunapall í Sjanghæ. mbl.is/afp
Sebastian Vettel (t.v.) og Daniil Kvyat þráttuðu um atvikið alla …
Sebastian Vettel (t.v.) og Daniil Kvyat þráttuðu um atvikið alla leið út á verðlaunapall í Sjanghæ. mbl.is/afp
Sebastian Vettel (t.v.) og Daniil Kvyat þráttuðu um atvikið alla …
Sebastian Vettel (t.v.) og Daniil Kvyat þráttuðu um atvikið alla leið út á verðlaunapall í Sjanghæ. mbl.is/afp
Sebastian Vettel (t.v.) og Daniil Kvyat þráttuðu um atvikið alla …
Sebastian Vettel (t.v.) og Daniil Kvyat þráttuðu um atvikið alla leið út á verðlaunapall í Sjanghæ. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert