Wolff: Getum ekkert slakað á

Liðsmenn Mercedes samfagna með Nico Rosberg eftir kappaksturinn í Kína.
Liðsmenn Mercedes samfagna með Nico Rosberg eftir kappaksturinn í Kína. mbl.is/afp

Mercedesstjórinn Toto Wolff segir að þrátt fyrir mesta yfirburðasigur Nico Rosberg frá því  V6-vélarnar komu til sögu geti liðið ekki leyft sér að slaka á.

Rosberg ók yfir marklínuna í Sjanghæ í Kína 37,7 sekúndum á undan næsta manni, Sebastian Vettel hjá Ferrari.  Var það sjötti kappaksturinn sem Rosberg vinnur í röð, eða frá því í Mexíkó í fyrrahaust.

Wolff vísar til óhappa sem helstu keppinautarnir urðu fyrir og því séu yfirburðirnir villandi vísbending um stöðu keppnisliða. Hafi Mercedes því engin efni á að slaka á. „Það leit út fyrir að þetta gæti orðið þriggja liða slagur milli Mercedes, Ferrari og Red Bull ef keppinautar okkar hefðu fengið hreina braut - því höfum við ekkert svigrúm til að taka því létt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert