Red Bull prófar öryggishlíf

Hjálmglerið umhverfis stjórnklefa bíls Red Bull lítur út sem hér …
Hjálmglerið umhverfis stjórnklefa bíls Red Bull lítur út sem hér má sjá.

Red Bull ætlar að brúka eina æfingu föstudagsins í Sotsjí til að prófa varnarhlíf um stjórnklefa keppnisbílanna.  

Um er að ræða glerhlíf sem umlykur stjórnklefann og þykir öllu látlausari og fegurri en hjálmgrind sem Ferrari prófaði í byrjun mars, við bílprófanir í Barcelona.

Á þessu stigi liggur ekki fyrir hvor ökumanna Red Bull mun prófa hlífina, sem verður einungis á öðrum keppnisbílnum af tveimur.

Formaður félags formúluökumanna (GPDA), Alex Wurz, hefur sagt að hlífin verði að setja öryggi í forgang, fram yfir útlitsfegurð. Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) áformar að gera kröfur um aukið öryggi í stjórnklefa keppnisbíla allra liða frá og með næsta ári, 2017.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert