Hamilton loks efstur

Lewis Hamilton hjá Mercedes á leið til besta tíma á …
Lewis Hamilton hjá Mercedes á leið til besta tíma á seinni æfingunni í Sotsjí. mbl.is/afp

Lewis Hamilton ók örugglega langhraðast á seinni æfingu dagsins í Sotsjí við Svaartahaf í dag en þar fer rússneski kappaksturinn fram um helgina.

Sebastian Vettel hjá Ferrari tókst að rjúfa einokun Mercedesmanna á fyrstu tveimur sætunum með öðrum besta hring æfingarinnar. Þriðja varð Nico Rosberg hjá Mercedes.

Besti hringur Hamiltons mældist 1:37,583 mínútur og var settur á ofurmjúkum dekkjum. Bilið í Vettel nam 0,652 sekúndur og Rosberg var síðan tveimur tíundu úr sekúndu á eftir Vettel á 1:38,450mín.

Vettel gat aðeins ekið 10 hringi miðað við rúmlega 30 hjá hvorum keppinautanna þar sem bíll hans staðnæmdist í bílskúrareininni eftir hálftíma. Ók hann ekki eftir það en kveðst treysta liðsmönnum sínum til að gera við bilunina svo hann geti óhindrað haldið áfram á morgun.

Þegar Rosberg hugðist láta reyna á hraða bílsins urðu aðrir ökumenn í veginum svo hann gat ekki beitt sér til fulls.

Kimi Räikkönen varð fjórði á 1:38,793 eða rúmri sekúndu á eftir Hamilton. Daniel Ricciardo hjá Red Bull varð fimmti á 1:39,084 og liðsfélagi hans Daniil Kvyat sjöundi (1:39,193) en á milli þeirra í sjötta sæti varð Valtteri Bottas hjá Williams (1:39,185).

McLarenmennirnir Jenson Button (1:39,196) og Fernando Alonso (1:39,400) komust báðir í hóp 10 fremstu, en á milli þeirra laumaði sér Felipe Massa hjá Williams (1:39,289).

Lewis Hamilton sótti fögnuðinn Time 100 Gala þar sem fagnað …
Lewis Hamilton sótti fögnuðinn Time 100 Gala þar sem fagnað var 100. útgáfu rits Time um helstu áhrifavalda í jazztónlist. Samkoman fór fram í Lincoln miðstöðinni í New York sl. þriðjudag, 26. apríl. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert